Vistlegu húsin

128 fermetra raðhúsaíbúðir á einni hæð

Húsin eru 4ja herbergja og hönnuð fyrir vandláta.  Upphafleg hönnun gerir ráð fyrir 3ja íbúða raðhúsi, en hægt að byggja íbúðirnar sem parhús eða raðhús með fleiri íbúðum.

Raðhúsin skilast öllu jafna fullbúin með eldhústækjum, – m.a. innbyggðum ísskáp og uppþvottavél.  Viftuháfur með útsogi er fyrir ofan eldavél.  Innréttingar í eldhúsi, baðherbergjum og svefnherbergjum eru hannaðar af innanhússarkitekt Laufás.  Raðhúsin skilast með gólfefnum á öllum gólfflötum og gólfhiti er í öllum rýmum. 

Innanhússhönnunarforsendur Laufás raðhúsanna er sígildur Skandinavískur stíll.

Hjónaberbergi eru stór (15,8-16,3 fm) og önnur svefnherbergi rúmgóð (10,1-13,5 fm).  Eldhús og stofa eru samliggjandi (38,6 fm) og einstaklega björt þar sem 3,5 metra hár stofugluggi leikur lykilhlutverk.

Til að tryggja góða hljóðvist eru milliveggir íbúða aðskildir með um 2 cm bili, sem kemur í veg fyrir flutning hljóðs milli íbúða.  Innihurðir eru að öllu jöfnu hljóðeinangraðar.  Klæðning húsanna og gluggar er valið með íslenskar aðstæður og endingu í huga.  Sem dæmi eru galvaniseraðar skrúfur eða naglar ekki nýttir, – heldur ryðfrítt stál sem þolir hina séríslensku sjóblönduðu úrkomu.

Hægt er að fá raðhúsin með 15 fm  frístandandi Laufás smáhýsi.  Smáhýsin eru einangruð og með gluggum.

Nánari lýsingu verður að finna í skilalýsingu fyrir tilteknar eignir eins og þær birtast hjá söluaðila Laufás.

Aðalhönnuður húsanna er Aðalsteinn Snorrason arkitekt hjá Arkís, og yfirverkfræðingur er Jón Þór Finnbogason hjá Verkfræðistofu Reykjavíkur.  Aðrir hönnuðir með beina aðkomu eru Eggert Elmar Þórarinsson (lagnahönnun, Verkfræðistofa Reykjavíkur), Mihai Motoc (burðarvirki, Verkfræðistofa Reykjavíkur), Þorleifur Hjálmarsson (rafhönnun, Verkfræðistofa Reykjavíkur), og innanhússarkitekt Laufás.

Aðrir með aðkomu að hönnunarferli Laufás 127 fm raðhúsaíbúðanna eru Guðgeir Sigurjónsson (byggingatæknifræðingur), Viktor Pétursson (byggingafræðingur og húsasmíðameistari), Hörður Sveinsson (smiður), Halldór Kristinn Júlíusson (hljóðvist, Brekke & Strand Akustikk) ásamt verkfræði- og hönnunarteymi samstarfsaðila í Eistlandi.

Laufás 127 fm raðhúsaíbúðirnar verða í boði 2023 í Hlíðarhverfi Grindavík og Vesturbyggð í Þorlákshöfn.  Ytri klæðning og önnur útfærsla verður mismunandi á milli raðhúsa og tekur mið af nærumhverfi sínu á hverjum stað.

Að neðan er að finna teikningar.

Önnur Laufás hönnuð einingarhús

Laufás býður upp á stærri rað- eða parhús á einni hæð þar sem hver íbúð er um 140 fm.  Íbúðirnar eru með sambærilegu skipulagi og 127 fm raðhúsaíbúðirnar, en auka baðherbergi er komið fyrir inn af hjónaherbergi og alrýmið er stærra.  Aðalhönnuður hússins er Aðalsteinn Snorrason.  Kaupendum mun einnig gefast kostur á sérhönnuðu og einangruðu 15 fm Laufás smáhýsi.

Laufás mun bjóða 140 fm parhúsaíbúðir í Vesturbyggð Þorlákshafnar 2023.

2ja hæða fjölbýli með sérinngangi er langt komið í hönnunarfasa.  Íbúðirnar verða 65-80 fm að stærð, með einu til tveimur svefnherbergjum og opnu eldhúsi.  Hönnunaráherslur Laufás um góða hljóðvist og endingu verða hafðar að leiðarljósi, og timbur verður úr sjálfbærum nytjaskógum.  Húsið verðru með láréttri stöllun til að nálgast sérbýlaupplifun og 6-18 íbúðir hverju húsi.  Aðalhönnuður hússins er Aðalsteinn Snorrason.

Stefnt er að bjóða Laufás 65-80 fm íbúðir síðla árs 2023.

Hafðu samband við Laufás

9 + 12 =