Hvernig byggjum við?

Laufás húsin koma til landsins um 90% tilbúin.  Ólíkt því sem tíðkast hefur í einingahúsum á Íslandi, þar sem að veggir eru forsmíðaðir og þeim raðað á staðsteypta plötu á byggingarstað og þak svo sett yfir; þá koma Laufás húsin til landsins með gólfi, veggjum og þaki og eru þannig varin gegn óæskilegum raka á öllum stigum smíðatímans.  Húsnæði með stærri gólfflöt en u.þ.b. 85 fermetrar er sett saman úr a.m.k. tveimur einingum.

Kostir Laufás húsa

Kostir forsmíðuðu Laufás húsanna hjá sérvöldum gæða framleiðendum lúta flestir að minni hættu á fráviki í framleiðslu:

  • Einstakir framkvæmdaþættir eru unnir samkvæmt vottuðu gæðakerfi
  • Eftirlit og heildaryfirsýn á smíðatíma einfaldari
  • Allt efni er geymt við bestu aðstæður
  • Góð nýting byggingarefna, – minna gengur af og minna er fargað
  • Allur frágangur fer fram við bestu aðstæður innanhúss og raki kemst ekki í einangrun eða á aðra byggingarhluta þar sem hann getur síðar valdi tjóni
  • Öll smíða-, málningar- og önnur byggingavinna er unninn við heppilegt raka- og hitastig sem stuðlar að betri endingu

Skilvirkni, virkt gæðakerfi og góð yfirsýn stuðlar að öryggi.

Hönnun og eftirfylgni

Hönnun Laufás tekur mið af öryggi, hljóðvist og flæði dagsbirtu, endingu (líftímakostnaðar) og umhverfisáhrifa. 

Við hönnun er leidd saman sérþekking á byggingum fyrir íslenskar aðstæður og þaulvanir framleiðendur með mikla reynslu af timburhúsum.  Aðkoma iðnmeistara Laufás er tryggð strax á hönnunarstigi. 

Verkfræðingar, byggingarstjóri og iðnaðarmenn Laufás sinna reglubundnu eftirliti hjá samstarfsaðilum á smíðatíma.  Framleiðendur glugga, hurða og innréttinga, eru metnir og samþykktir af Laufás fyrir hvert verkefni.

Hafðu samband við Laufás

12 + 8 =