Af hverju timbur?
Vel smíðuð hús úr timbri hafa margvíslega kosti. Viður kemur í veg fyrir rykflæði og stuðlar að eðlilegu rakastigi í byggingum. Rannsóknir hafa sýnt að timbur í byggingum geti jafnvel haft jákvæð heilsufarsleg áhrif, svipuð þeim áhrifum sem við finnum af því að vera úti í náttúrunni.

Timbur úr sjálfbærum nytjaskógum hefur jákvætt kolefnisspor þar sem tré eru gróðursett á móti þeim sem byggt er úr. Timbur gleypir, bindur og geymir CO2 úr andrúmsloftinu og skilar súrefni til vistkerfisins. Laufás kappkostar að nýta skógarstjórnunarvottað timbur þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki varðveitist og ekki er gengið á skóglendið.
Um 800 kg af kolefnislosun sparast fyrir hvern rúmmetra af timbri sem notaður er í byggingariðnaði. Hús með 60 rúmmetrum af timbri sparar þannig 48 tonn í kolefni sem samsvara um 25 ára losun vegna aksturs bensínsbíls.
Í samanburði við annað algengt byggingarefni á Íslandi er timbur úr sjálfbærum nytjaskógum í sérflokki þegar litið er til umhverfisáhrifa.
