Laufás sérhæfir sig í forsmíðuðum húsum (e. prefabricated modular buildings) úr timbri. Byggingar okkar eru smíðaðar af sérvöldum samstarfsaðilum með viðurkennd gæðakerfi. Öll hönnun er íslensk. Laufás leitast við að nýta umhverfisvottaðar byggingarvörur og aðferðir.

Á Íslandi eru sérstakar veðurfarslegar aðstæður, m.a hið háa slagregnsálag sem dynur á byggingum. Flestar byggingar á Íslandi standa þar að auki nærri sjó og lenda því í „saltbaði“ undir miklum þrýstingi þegar haustlægðirnar dynja á okkur. Þetta eru aðstæður sem tekið er tillit til við hönnun hjá Laufás.

Allt húsnæði Laufás er hannað af reynslumiklum íslenskum hönnuðum í nánu samstarfi við erlenda samstarfsaðila. Fyrir okkur skiptir hönnun miklu og hús eiga ekki aðeins að vera örugg, endingargóð og vistleg, – þau eiga einnig að vera falleg og falla vel inn í umhverfi sitt.
Þér á að líða vel á þínu heimili í notalegu, hlýlegu og vistlegu húsi.
